Smiðja
03.11.202413:00–15:00

Ullarkórónur
FjölskyldusmiðjameðJudithAmalíu

Það kólnar í lofti en við getum gengið tignarlega inn í veturinn með hlýjum ullarkórónum í smiðju með textílhönnuðinum Judith Amalíu, en hún sýnir einnig ullarverk sín á Pallinum í vetur.

Judith Amalía Jóhannsdóttir er textílhönnuður og handavinnukennari í Reykjavík. Hún lærði búningahönnun við Brera akademíuna í Mílanó og lauk námi í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík. Frá 2022 hefur hún starfað sem textílkennari við Grandaskóla og sent frá sér kennslumyndbönd um handavinnu. Judith Amalía sinnir spuna og vefnaði og hefur sérstakan áhuga á möguleikum íslensku ullarinnar.

Smiðjan er hluti af fjölskyldudagskrá Hönnunarsafns Íslands sem fer fram fyrsta sunnudag hvers mánaðar í fræðslurými safnsins á 2. hæð. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.