Fyrirlestur
15.09.202413:00–14:00

VíkPrjónsdóttirÆvisaga

Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur, reku áhugaverða sögu verkefnisins frá því að það var stofnað árið 2005 til dagsins í dag. Vík Prjónsdóttir er þekkt fyrir frumlega hönnuð teppi og fatnað úr íslenskri ull. Þjóðsögur, náttúran og töfrar hversdagsins eru helsti innblástur að verkunum.  Á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili má sjá tvö teppi frá Vík Prjónsdóttur en safnið varðveitir um 15 teppi og flíkur frá Vík auk frumgerða og tilrauna.

Brynhildur Pálsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2004 með BA í vöruhönnun. Hún lauk annarri BA gráðu frá Design Lab í Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2005. Eftir útskrift hóf hún að vinna að ýmsum verkefnum með megin áherslu á staðbundin efni eins og matvæli, ull og leir, ásamt staðbundinni framleiðslu. Brynhildur hefur starfað sem sýningarstjóri og er hluti af hönnunarteyminu Terta sem hannaði nýlega byggingar,  umhverfi og sýningu í Elliðaárstöð.