Pallurinn
01.03.2024–26.05.2024

Skart

Fólk hefur frá fornu fari haft þörf fyrir að skreyta sig. Skartgripir kjarna þessa þörf um leið og þeir endurspegla smekk og oftar en ekki samfélagslega stöðu. Skartgripir eru gjarnan hlaðnir tilfinningalegum gildum en geta einnig verið vettvangur skoðana og gilda þess sem ber gripinn. Ingiríður Óðinsdóttir og Jóna Sigríður Jónsdóttir eiga það sameiginlegt að vera í grunninn textílhönnuðir en Helga Mogensen er menntaður skartgripahönnuður. Það sem tengir verkin helst saman er vísun í ferðalag. Helga vinnur með landakort þar sem staðarnöfn, strandir og hæðarlínur koma við sögu. Verk Ingiríðar hafa tenginu við gönguferð um íslenska náttúru með óvæntum snúningi og verk Jónu vekja hugrenningatengsl við skartgripi ættbálka á framandi slóðum.

Sýningin er haldin í samstarfi við Textílfélagið sem fagnar 50 ára afmæli 2024.