Uppskeruhátíð
01.04.202518:00

ÞórunnÁrnadóttirvöruhönnuður

Undanfarnar vikur hefur vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir verið í vinnustofudvöl á Hönnunarsafni Íslands. Hún hefur einbeitt sér að því að þróa nýja tegund ilmgjafa sem sameinar virkni og áhugaverð skúlptúrísk form innblásin af pappírsbrotum. Þórunn hefur verið að prófa sig áfram með formin, efnin og virknina í tvíviðum og þríviðum skissum og prufum og kynnir nú ferlið og frumgerðir á HönnunarMars 2025.